Tengdu USB-gagnageymslutæki
Hægt er að nota USB-í-leiðinni (OTG) millistykki til að tengja símann við samhæfan
USB-minniskubb eða harðan disk. Til dæmis geturðu vistað myndirnar þínar á USB-
lykil án þess að þurfa að tengjast tölvu.
106 Tengimöguleikar
Minniskubbur tengdur
1 Tengdu micro-USB-endann á USB OTG millistykkinu (í boði sem aukabúnaður) við
micro-USB-tengið á símanum.
2 Tengdu minniskubb við USB OTG millistykkið.
Forritið Skrár opnast og minnislykillinn birtist sem gagnageymsla.
Afritun skráar
Í Skrár velurðu og heldur skrá sem þú vilt afrita og velur svo þann valkost sem þú vilt
og minnið og möppuna sem þú vilt afrita í.
Ef þú tengir harðan disk sem krefst meira afls en síminn getur veitt birtast villuboð.
Tengja þarf ytri aflgjafa við harða diskinn.