
Minniskorti komið fyrir eða það fjarlægt
Aðeins skal nota samhæfð microSD og microSDHC-kort sem hafa verið samþykkt af
Nokia til notkunar með þessum síma. Ósamhæf kort geta skaðað kortið og símann
og skemmt gögn sem vistuð eru á kortinu.
Þú getur tekið upp hágæðamyndskeið í símanum. Ef þú ert að taka upp myndskeið á
minniskort skaltu nota hraðvirkt, hágæða microSD-minniskort frá þekktum
framleiðendum til að ná fram sem mestum gæðum. Mælt er með að notuð séu
microSD-minniskort í flokki 4 (32Mbit/s (4MB/s)) eða hærri flokki.
Ekki skal festa neina límmiða við minniskortið.
Minniskorti komið fyrir
Ef minniskort hefur ekki þegar verið sett inn:
1 Fjarlægðu bakhliðina.
2 Gakktu úr skugga um að snertiflötur minniskortsins snúi niður.
Ýttu kortinu inn þangað til þú heyrir smell.
3 Settu bakhlið símans aftur á sinn stað.
Tækið tekið í notkun
11

Minniskort fjarlægt
1 Ýttu kortinu inn þangað til þú heyrir smell.
2 Dragðu kortið út.