Nokia C6 01 - Um Exchange ActiveSync

background image

Um Exchange ActiveSync

Veldu >

Póstur

og

Nýtt pósthólf

>

Exchange ActiveSync

.

Viltu hafa tölvupóstinn, tengiliðina og dagbókina við höndina, hvort sem þú situr við

tölvuna eða ert á ferðinni með símann? Þú getur samstillt efni milli símans og Mail for

Exchange miðlara.

Mail for Exchange er einungis hægt að setja upp ef fyrirtæki þitt er með Microsoft

Exchange miðlara. Auk þess verður kerfisstjóri fyrirtækisins að virkja Microsoft

Exchange ActiveSync í áskriftinni þinni.

Þetta tæki getur átt samskipti við miðlara sem eru virkjaðir með Microsoft Exchange

ActiveSync. Ráðstöfunarréttur þinn á tækinu veitir þér engin réttindi, og þú öðlast

engin réttindi, samkvæmt hugverkaréttindum Microsoft hvað varðar hugbúnað

miðlara, eða tæki miðlara, sem aðgangur fæst að með þessu tæki eða hvað varðar

notkun Microsoft Exchange ActiveSync, fyrir utan þetta tæki.

Áður en hafist er handa við uppsetningu á Mail for Exchange skaltu ganga úr skugga

um að þú hafir eftirfarandi:

Netfang fyrir fyrirtækistölvupóst

Exchange miðlaraheiti (hafðu samband við tölvudeild fyrirtækisins)

Lénsheiti netsins (hafðu samband við tölvudeild fyrirtækisins)

Lykilorð þitt á fyrirtækisnetinu

Þú þarft hugsanlega að færa inn viðbótarupplýsingar, allt eftir uppsetningu Exchange-

miðlarans. Ef þú hefur ekki réttar upplýsingar í höndunum skaltu hafa samband við

tölvudeild fyrirtækisins.

Ef til vill er nauðsynlegt að nota láskóða símans með Mail for Exchange.

Samstilling fer sjálfkrafa fram með millibili sem valið er við uppsetningu á Mail for

Exchange-áskrift. Einungis efni sem er skilgreint við uppsetningu áskriftar er

samstillt. Breyttu stillingum Mail for Exchange til að samstilla annað efni.