Um Netsamfélög
Veldu >
Netsamfélög
og skráðu þig inn á netsamfélögin sem þú notar.
Þú færð meira út úr netsamfélögunum þínum með Netsamfélög-forritinu. Þegar þú
hefur skráð þig inn á netsamfélög í Netsamfélög-forritinu geturðu gert eftirfarandi:
•
Séð uppfærslur á stöðu vina þinna í mörgum samfélögum á einum skjá
•
Birt uppfærslu á þinni eigin stöðu í mörgum samfélögum samtímis
•
Deilt myndum sem teknar eru með myndavélinni
•
Deilt myndskeiðum sem þú tekur upp með símanum
•
Tengt síður vina á netinu við upplýsingar um tengiliði í símanum
•
Bætt staðsetningarupplýsingum við stöðuuppfærslu
•
Bætt viðburðum úr dagbók netsamfélagsins við dagbók símans
Aðeins þeir möguleikar sem eru studdir af netsamfélaginu eru í boði.
Nettenging þarf að vera til staðar til að hægt sé að fá aðgang að netsamfélögum.
Þetta kann að fela í sér mikinn gagnaflutning og kostnað tengdan því. Upplýsingar um
gagnaflutningsgjöld fást hjá þjónustuveitunni.
Netsamfélögin eru þjónustur þriðja aðila og eru ekki veitt af Nokia. Athugaðu
einkastillingar netsamfélagsins sem þú ert að nota, þar sem þú gætir verið að deila
upplýsingum með stórum hópi fólks. Notkunarskilmálar netsamfélagsins eiga við um
samnýtingu upplýsinga í þeirri þjónustu. Kynntu þér notkunarskilmála þjónustunnar
og meðhöndlun gagna.