Sýndu staðsetningu þína í stöðuuppfærslunni
Með Netsamfélög geturðu látið vini þína vita hvar þú ert svo þeir geti fundið þig.
1 Veldu >
Netsamfélög
.
2 Veldu innsláttarreitinn efst á skjánum.
3 Bættu við staðsetningu. Síminn notar GPS til að ákvarða staðsetningu þína og
leitar að leiðarmerkjum í nágrenninu.
4 Ef nokkur kennileiti finnast skaltu velja eitt af listanum.
Miðlun staðsetningar er einungis í boði ef þjónustan styður hana.
Mikilvægt: Áður en staðsetning er samnýtt skal ávallt athuga vel hverjir fá aðgang
að upplýsingunum. Athuga skal persónuverndarstillingar félagsnetsins sem notað er,
því að hugsanlegt er að fjöldi manns fái aðgang að upplýsingunum.
Þeir notendaskilmálar netsamfélagsins sem við eiga geta átt við um miðlun
staðsetningar þinnar til samfélagsins. Kynntu þér notendaskilmálana og meðhöndlun
samfélagsins á einkagögnum og farðu varlega í að miðla staðsetningu þinni til annarra
eða skoða staðsetningu annarra.