Nokia C6 01 - Ábendingar um myndir og myndskeið

background image

Ábendingar um myndir og myndskeið
Ýttu á myndavélartakkann til að opna myndavélina.

Við myndatöku:

Nota skal báðar hendur til að halda myndavélinni kyrri.

Myndgæðin kunna að versna þegar aðdráttur er aukinn.

Hægt er að bæta mynd við tengiliði á tengiliðalista. Eftir myndatöku velurðu

>

Nota mynd

>

Setja við tengilið

. Færðu rammann til að skera myndina, pikkaðu á

skjáinn til að birta tækjastikuna, veldu , svo tengiliðinn og loks .

Ef myndavélin er ekki notuð í u.þ.b. mínútu fer hún í hvíld. Ýttu á

myndavélartakkann í stutta stund til að kveikja aftur á henni.

Halda skal öruggri fjarlægð þegar flassið er notað. Ekki má nota flassið á fólk eða dýr

sem eru mjög nálægt. Haldið ekki fyrir flassið þegar mynd er smellt af.

Þegar myndskeið er tekið upp:

Til að útkoman verði sem best er nauðsynlegt að loka öllum forritum.

Ef myndskeið er tekið upp á minniskort skaltu nota samhæft, hraðvirkt, hágæða

microSD-minniskort. Mælt er með að notuð séu microSD-minniskort í flokki 4

(32Mbit/s (4MB/s)) eða hærri flokki.

Fyrir fyrstu upptöku skaltu taka öryggisafrit af öllum mikilvægum gögnum sem

eru á kortinu og nota símann til að forsníða kortið, jafnvel þótt það hafi þegar

verið forsniðið eða notað í Nokia-síma. Þegar kort er forsniðið er öllum gögnum

á því eytt.

Ef kortið virkar verr með tímanum skaltu taka öryggisafrit af öllum mikilvægum

gögnum sem eru á kortinu og nota símann til að forsníða kortið.