Vafrað á vefnum
Veldu >
Vefur
.
58
Internet
Ábending: Ef þú hefur ekki áskrift með föstu mánaðargjaldi hjá netþjónustuveitunni
þinni geturðu tengst við netið um þráðlaust staðarnet og þannig sparað
gagnakostnað á símreikningnum þínum.
Opna vefsvæði
Sláðu inn vefslóð í veffangastikuna og veldu .
Leitað á netinu
Sláðu inn leitarorð í veffangastikuna og veldu leitarorðið fyrir neðan hana.
Stækka eða minnka.
Settu tvo fingur á skjáinn og renndu fingrunum sundur eða saman.
Senda veftengil
Haltu fingri á vefsíðu, veldu svo
Senda
og loks hvernig þú vilt senda tengilinn.
Opna nýjan vafraglugga
Veldu > .
Skipt á milli vafraglugga
1 Veldu .
2 Strjúktu til vinstri eða hægri og veldu glugga.
Skyndiminni er minni sem er notað til að vista gögn til skamms tíma. Ef opnaðar hafa
verið eða reynt hefur verið að opna trúnaðarupplýsingar eða öryggisþjónustu, þar
sem aðgangsorða er krafist, skal tæma skyndiminnið eftir hverja notkun.
Skyndiminni hreinsað
Veldu
>
Stillingar
>
Gagnaleynd
>
Eyða vefgögnum
>
Skyndiminni
.